Um mig

DSC_0465 (4)_minnkuð

Ég heillast af hlutum með sál, því ég sé möguleika á að skapa úr hvaða hráefni sem er. Ég umbreyti þessum hlutum í aðra sem þjóna eigendum sínum líka, bara á annan hátt. Þannig er kolefnisfótspor mitt minna.

Í dag eru það leðurjakkar og gömul tjöld. Hver veit hvað það verður á morgun!

Ég hef alltaf haft gaman af að búa til í höndunum. Fyrst saumaði ég föt á fjölskylduna, en þegar börnin stækkuðu fór ég að hanna og skapa. Ég hef kynnt mér ýmsar handverksaðferðir svo sem leirmótun og bútasaum, en hef alltaf verið veik fyrir leðri. Þegar ég keypti gamla leðurkápu á flóamarkaði í Kaupmannahöfn varð ekki aftur snúið. Ég spretti honum og saumaði púða handa dóttur minni, og nú sé ég þetta yndislega hráefni allsstaðar…

Þegar ég var tekin inn í hópinn í Kirsuberjatrénu tók ég þá ákvörðun að nýta eingöngu gamalt sem mitt hráefni þegar hægt væri að koma því við. Sumt hafa vinir og vandamenn gaukað að mér, en megnið af hráefninu kaupi ég af Rauða krossi Íslands. Ég ákvað líka að reyna að fara ótroðnar slóðir í vali á hlutum sem ég bý til, svo sem að búa til hluti sem höfða til karlmanna.

Hlutirnir mínir eru til sölu á eftirfarandi stöðum:

En vinnustofan mín er í:


Vasi á sýningunni Endalaust, Ljósanótt 2018

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close